11.02.2008

Framúrskarandi árangur ISAL ræddur á ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins.

Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, flutti framsögu á fundi samtakanna á föstudag um loftslagsmál. Pétur fjallaði um áhrif hins svokallaða Balí-vegvísis á íslensk fyrirtæki ásamt því að draga upp mynd af því hvert stefni í loftslagsmálunum á alþjóðavettvangi og á Íslandi. Hann sagði ljóst að allar atvinnugreinar ættu eftir að finna fyrir auknum kröfum á sviði loftslagsmála, t.d. kröfum um betri orkunýtingu tækja. Samgöngur yrðu fyrir áhrifum af þessum völdum og kolefnisskattar yrðu teknir upp í einhverri mynd. Áliðnaður og járnblendi munu falla undir útstreymistilskipun Evrópusambandsins árið 2013. Pétur segir álfyrirtæki hér á landi hafa náð gríðarlega góðum árangri við að taka á útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Til að mynda hafi Alcan í Straumsvík náð að draga saman útstreymi flúorkolefna úr rúmlega 420.000 tonnum CO2 ígilda árið 1990 í tæp 7.000 tonn árið 2007. Pétur segir að nú sé að hefjast tveggja ára ferli þar sem mótað verði hvað taki við í loftslagsmálum heimsins eftir 2012.

Íslenska ákvæðið tekur tillit til þess árangurs sem að Íslendingar höfðu þegar náð við nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa fyrir 1990 og heimilar losun 1,6 milljóna tonna af koldýoxíð hér á landi utan annarra heimilda. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að stjórnvöld tryggi að íslenska ákvæðið eða annað sambærilegt gildi áfram. Pétur segir ekki einhlýtt að meta íslenska ákvæðið til fjár.

Afar mikilvægt er að tryggja að íslenskar endurnýjanlegar orkulindir njóti áfram sömu viðurkenningar og þær fengu við gerð Kyotobókunarinnar við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna að mati Samtaka atvinnulífsins. Samtökin brýna stjórnvöld til að tryggja áframhaldandi gildi íslenska ákvæðisins.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar