09.05.2008
Alcan á Íslandi stofnaðili Eþikos, miðstöðvar Íslands um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja var í brennidepli á fundi sem samráðsnefnd atvinnulífs og stjórnvalda um utanríkisviðskipti og útflutningsaðstoð stóð fyrir í dag 9. maí, á Radison SAS Hótel Sögu. Á fundinum setti Háskólinn í Reykjavík, með stuðningi Alcan á Íslandi og fimm annarra íslenskra fyrirtækja og utanríkisráðuneytisins, á fót nýja fræðslu- og rannsóknarmiðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Markmið miðstöðvarinnar verður að efla getu fyrirtækja á Íslandi til að sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu, umhverfi sínu og mannréttindum í daglegum rekstri. Forsvarsmaður miðstöðvarinnar, sem hefur fengið nafnið Eþikos, er Páll Ásgeir Davíðsson, sérfræðingur í lagadeild HR.Á myndinni sést Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi undirrita samkomulag Alcan á Íslandi og Háskólans í Reykjavík um stofnun Eþikos ásamt Inbjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, Svöfu Grönfeld, rektor HR og öðrum stofnaðilum. Aðrir stofnaðilar Eþikos eru: Háskólinn í Reykjavík, Utanríkisráðuneytið, Glitnir, Orkuveita Reykjavíkur, Síminn, Össur og Landsbankinn.
Á fundinum í morgun var rætt um aðild fyrirtækja og stofnana að Global Compact sem er vettvangur Sameinuðu þjóðanna fyrir samfélagslega ábyrg fyrirtæki, en meira en 4000 fyrirtæki og þar á meðal fjöldi erlendra stórfyrirtækja eru aðilar að þeim vettvangi. Rio Tinto hefur verið aðili að Global Compact frá upphafi en hægt er að kynna sér samkomulagið á vef Sameinuðu þjóðanna:
« til bakaDeila