23.05.2008
Endurvinnsla áldósa nálægt 60 %
EAA-European Aluminium Association.Brussel, 21 febrúar 2008
Endurvinnsla áldósa nálægt 60 %
Heildarendurvinnsla áldósa í Vestur-Evrópu jókst umtalsvert árið 2006 og stendur nú í 57.7% Aukningin telur nærri 6% samanborið við 52% heildarendurvinnslu árið 2005. Þessa þróun má nærri eingöngu rekja til átaksherferða og skipulagðra aðgerða til að auka endurvinnslu í Evrópu.
Heildarfjöldi/notkun áldrykkjardósa í Evrópu hefur aukist úr 25.1 milljarði dósa upp í 28.3 milljarða dósa með 68% markaðshluteild drykkjaríláta. Í mið- og Austur-Evrópu hefur heildarnotkunin aukist um 1.4 milljarð áldósa og er nú 10 milljarðar dósa árlega, sem er aukning um 15% miðað við árið 2005.
Markaður áldrykkjardósa hefur stækkað sífellt, mest í löndum Vestur-Evrópu þar sem Skandinavía og Benelux löndin hafa trónað á toppnum. Umtalsverð aukning hefur einnig orðið í Bretlandi og Írlandi en Tyrkland bættist í hópinn árið 2006.
Í dag eru 7 af hverjum 10 drykkjarílátum gerð úr áli.
Endurvinnsla áldósa heldur áfram að vera mikil, eða í kringum 92% í löndum sem hafa úrræði til þess sbr. Sorpa á Íslandi.
Gríðarlegur orkusparnaður fylgir endurvinnslu áls og er hægt að spara upp undir 95% af orku með endurvinnslu. Hið endurunna ál er notað t.d. við framleiðslu nýrra bíla, í vélarhluta, byggingarklæðningar og reiðhjól. Í Evrópu kemur um helmingur áls sem notað er í drykkjardósir úr endurunnu áli. Þetta samsvarar spörun 8kg af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli.
-Úrdráttur úr fréttatilkynningu frá EAA.
Heildargrein og tölfræði EAA má nálgast HÉR
« til bakaDeila