10.07.2008
Sumarferð fyrrum starfsmanna ISAL
Hin árlega sumarferð fyrrum starfsmanna ISAL var farin síðastliðinn mánudag í tuttugasta skipti. Að venju var hún vel sótt en um 130 manns nutu dagsins í blíðskaparveðri og rifjuðu upp gömul kynni í leik og starfi. Rannveig Rist tók á móti fólkinu í mötuneyti ISAL, en þar beið ljúffengur morgunmatur. Að lokinni hressingu var haldið af stað til Borgarness þar sem ekið var um Egilsslóðir og sýningin í Landnámssetrinu skoðuð. Þaðan var síðan haldið inn í Hvalfjörð og hádegisverður snæddur á Hótel Glymi. Nokkuð þétt þoka tók á móti ferðamönnum í Straumsvíkinni í upphafi ferðar, en undir Hafnarfjalli rofaði til og böðuðu ferðalangar sig í sólinni það sem eftir lifði ferðar.
« til bakaDeila