18.11.2008
Velferðarsjóður starfsmanna ISAL stofnaður
Nokkrir framtakssamir starfsmenn ISAL hafa í dag stofnað velferðarsjóð sem ber heitið Velferðarsjóður starfsmanna ISAL. Tildrögin að stofnun sjóðsins eru erfiðleikar sem margar fjölskyldur og einstaklingar standa frammi fyrir í kjölfar hamfara í efnahagslífinu. Á undanförnum vikum hafa margir misst vinnuna og hætt er við að margir muni af þeim sökum og vegna þróunar í efnahagslífinu almennt eiga í erfiðleikum með að standa hjálparlaust við skuldbindingar sínar.Markmið sjóðsins er að allir aflögufærir starfsmenn taki þátt í verkefninu og sýni samfélagslega ábyrgð í verki með fjárframlagi upp á 1.000 krónur á mánuði næstu þrjá mánuði. Fénu verður skipt milli mæðrastyrksnefndanna á höfuðborgarsvæðinu, í jöfnum hlutföllum við búsetu starfsmanna. Einnig mun sjóðurinn standa fyrir annarskonar aðstoð í samvinnu við mæðrastyrksnefndir á höfuðborgarsvæðinu.
Það er von stofnenda sjóðsins að honum verði vel tekið og að starfsmenn fyrirtækisins geti orðið stoltir af framlaginu þegar upp er staðið.
« til bakaDeila