13.01.2009
Styrkir til barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna í Hafnarfirði
Alls nemur framlagið á árinu 2008 12 milljónum króna og leggja Alcan og Hafnarfjarðarbær fram 6 milljónir hvor aðili. Fyrri úthlutun fór fram síðastliðið vor en þá var 60% upphæðarinnar úthlutað á grundvelli fjölda iðkenda í hverju félagi. Við þessa síðari úthlutun var 40% upphæðarinnar, eða 4,8 milljónum króna, úthlutað á grundvelli menntunarstigs þjálfara félaganna og námsskrár þeirra.
Styrkirnir skiptust sem hér segir:
Fimleikafélag Hafnarfjarðar: kr. 1.216.081
Knattspyrnufélagið Haukar: kr. 1.207.838
Fimleikafélagið Björk: kr. 968.784
Badmintonfélag Hafnarfjarðar: kr. 355.541
Golfklúbburinn Keilir: kr. 264.865
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar: kr. 256.622
Sundfélag Hafnarfjarðar: kr. 206.622
Íþróttafélagið Fjörður: kr. 149.459
Hestamannafélagið Sörli: kr. 99.459
Siglingaklúbburinn Þytur: kr. 74.730
Rúnar Pálsson hjá Alcan á Íslandi og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu formönnum íþróttafélaganna styrkina á hinni glæsilegu uppskeruhátíð íþróttafélaganna í Hafnarfirði.
« til bakaDeila