15.01.2009

Brynhildur Guðjónsdóttir hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikskáld hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2008. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó þann 7. janúar og afhenti Brynhildi áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna.

Dómnefnd verðlaunanna skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson.

Fá menningarverðlaun hér á landi eiga sér lengri sögu en Íslensku bjartsýnisverðlaunin, en þau voru fyrst afhent árið 1981 og voru þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Þegar hann dró sig í hlé skoraði hann á íslensk fyrirtæki að halda verðlaununum við og hefur Alcan á Íslandi hf. verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur verið verndari þeirra frá upphafi.

Brynhildur Guðjónsdóttir lauk leiklistarnámi frá Guildhall School of Music and Drama í London vorið 1998. Áður hafði hún útskrifast með BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands. Hún hlaut fastráðningu við Þjóðleikhúsið árið 1999 og hefur leikið þar fjölmörg hlutverk. Hún var tilnefnd til Grímuverðlauna 2004 fyrir ýmis hlutverk sín í Þetta er allt að koma, og hlaut Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki 2004 fyrir túlkun sína á Edith Piaf. Hún hlaut Grímuna 2006 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk Sólveigar í Pétri Gaut, og tvenn Grímuverðlaun 2008 fyrir einleik sinn Brák, þ.e. sem leikskáld ársins og leikkona ársins í aðalhlutverki.

Brynhildur skrifar og leikur aðalhlutverkið í verkinu Frida ... viva la vida, sem byggt er á ævi mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo og verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í vor.

Eftirtaldir listamenn hafa hlotið Íslensku bjartsýnisverðlaunin:

2007 Guðný Halldórsdóttir
2006 Hörður Áskelsson
2005 Ragnhildur Gísladóttir
2004 Dagur Kári Pétursson
2003 Hilmar Örn Hilmarsson
2002 Andri Snær Magnason
2001 Björn Steinar Sólbergsson
2000 Hilmir Snær Guðnason
1999 Björk Guðmundsdóttir
1998 Gyrðir Elíasson
1997 Karólína Lárusdóttir
1996 Haukur Tómasson
1995 Friðrik Þór Friðriksson
1994 Helga Ingólfsdóttir
1993 Kristján Jóhannsson
1992 Sigrún Eðvaldsdóttir
1991 Helgi Gíslason
1990 Leifur Breiðfjörð
1989 Hlíf Svavarsdóttir
1988 Einar Már Guðmundsson
1987 Guðmundur Emilsson
1986 Kjartan Ragnarsson
1985 Ágúst Guðmundsson
1984 Helgi Tómasson
1983 Þorgerður Ingólfsdóttir
1982 Bragi Ásgeirsson
1981 Garðar Cortes

Svo sem sjá má áttu starfsmenn Alcan á Íslandi, fyrrverandi Bjartsýnisverðlaunahafar og aðrir góðir gestir ánægjulega stund við verðlaunaafhendinguna í Iðnó.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar