15.01.2009

Útskrift úr framhaldsnámi Stóriðjuskólans

Ellefu nemendur voru í dag útskrifaðir úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla ISAL og er það í annað sinn sem útskrifað er úr framhaldsnáminu. Stóriðjuskólinn hefur verið starfræktur við álverið í hart nær ellefu ár en framhaldsnámið hóf göngu sína haustið 2004 og var fyrsti hópurinn útskrifaður í febrúar 2006. Hópurinn sem útskrifaðist í dag hóf nám haustið 2007.

Við útskriftarathöfnina sagði Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi meðal annars: "Það hefur verið keppikefli okkar hér í Straumsvík að láta ekki stjórnast af skammtímasjónarmiðum heldur horfa til lengri tíma. Stóriðjuskólinn er dæmi um það, enda var stofnun hans mikið átak sem var ljóst var að myndi ekki skila sér á einni nóttu. Núna, næstum ellefu árum síðar, hafa alls 183 nemendur útskrifast úr grunnnámi skólans og þar með hlotið titilinn stóriðjugreinir. Árangurinn af þessu starfi verður seint ofmetinn og ég fullyrði að við búum núna að einhverjum hæfustu starfsmönnum sem nokkurt álver hefur á að skipa."

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var viðstaddur athöfnina og ávarpaði gesti. Sagði hann starfrækslu Stóriðjuskólans vera sérlega lofsvert framtak.

Útskriftarnemarnir, sem nú hljóta titilinn Áliðjugreinir, eru þessir: Elfa Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðni Gunnarsson, Hörður Gestsson, Ívar Smári Magnússon, Jakob Þór Jakobsson, Jórunn Silla Geirsdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson, Sigríður Theodóra Eiríksdóttir, Sigurður Höskuldsson og Tryggvi Þór Svansson.

Viðurkenningu fyrir bestan námsárangur hlutu:

1. Tryggvi Þór Svansson, aðaleinkunn 9,5

2. Kristján Þórður Snæbjarnarson, aðaleinkunn 8,93

3. Jakob Þór Jakobsson, aðaleinkunn 8,86.

Viðurkenningu fyrir ástundun hlaut Elfa Guðmundsdóttir með 100% mætingu.

Framhaldsnámið stendur þeim starfsmönnum til boða sem hafa iðnmenntun eða hafa lokið grunnnámi í Stóriðjuskólanum. Auk sérfræðinga ISAL, sem sinna kennslu samhliða reglubundnum störfum sínum við álverið, er kennslan í höndum samstarfsaðila frá Borgarholtsskóla, Tækniskólanum, Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum, Enskuskólanum og Dale Carnegie. Skipulag og umsjón með náminu er í höndum Hörpu Bjargar Guðfinnsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá ISAL.

Fram kom í máli Rannveigar Rist að kunnátta almennra starfsmanna álversins skilaði sér tvímælalaust í rekstrinum: "Árið 2008 var á margan hátt besta árið í rekstri kerskálanna. Þar voru framleidd rúmlega 187 þúsund tonn sem er meira en nokkru sinni fyrr og næstum 4 þúsund tonn umfram áætlun. Á sama tíma var sett met í straumnýtni, sem var 94,6% yfir árið, en svo mikil straumnýtni þekkist ekki í álverum sem beita sambærilegri tækni og hefur þessi árangur vakið athygli víða í álheiminum. Í þriðja lagi má nefna að losun flúorkolefna, sem eru
sterk gróðurhúsalofttegund, minnkaði um 43% á milli ára og var hún þó hverfandi fyrir. Er nú svo komið að álverið í Straumsvík losar ekki nema um 5% af meðaltali annarra álvera í heiminum."

Svipuð dæmi mætti að sögn Rannveigar nefna á sviði öryggis- og heilbrigðismála, þar sem árangurinn hefði verið framúrskarandi. Sérfræðingar álversins væru á einu máli um að Stóriðjuskólinn, ásamt öflugri fræðslu og endurmenntun starfsmanna almennt, ætti stóran hlut í þessum góða árangri.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar