23.03.2005
Bættu árangur sinn verulega
Hópur fimm starfsmanna Alcan í Straumsvík tók um liðna helgi þátt í hinni heimsfrægu Birkebeiner skíðagöngu, sem haldin er árlega í Noregi. Gengin er 54 km leið frá bænum Rena til Lillehammer og er hækkunin á leiðinni um 900 metrar. Í ár voru þátttakendurnir um 11 þúsund talsins frá 30 löndum.
Aðstæður til skíðagöngu voru frábærar í þetta skiptið; 14 stiga frost, logn og sól. Þetta var í annað sinn sem hópurinn tók þátt í Birkebeiner göngunni og allir bættu fyrri tíma sinn verulega.
Birkebeiner gangan er mikil þrekraun og það er sannarlega mikið afrek að ljúka göngunni. Til gamans má geta að samanlagður lífaldur þessara fimm göngugarpa er 300 ár og samanlagður starfsaldur þeirra hjá Alcan er tæp 170 ár. Að því tilefni létu þeir að sjálfsögðu taka af sér mynd með Alcan fánann á milli sín. Þeir eru frá vinstr: Hörður Kristinsson, Magnús Helgason, Guðmundur Ágústsson, Rúnar Pálsson og Gunnar Gunnlaugsson.
« til bakaDeila