03.06.2009

Viðurkenning fyrir góðan árangur í öryggismálum

Alcan á Íslandi hf. - ISAL hlaut í dag viðurkenningu frá Vátryggingafélagi Íslands hf. fyrir góðan árangur í öryggismálum. Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, afhenti Rannveigu Rist forstjóra Alcan á Íslandi viðurkenninguna í Straumsvík í dag.

“ISAL hefur náð framúrskarandi árangri í öryggismálum á undanförnum árum og það er okkur bæði ljúft og skylt að sýna með áþreifanlegum hætti að eftir þessum árangri er tekið,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS.

“Við erum að sjálfsögðu stolt af góðum árangri og afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu, en hún er okkur þó fyrst og fremst hvatning til að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut,” segir Rannveig Rist forstjóri ISAL.

Sem kunnugt er hafa rúmlega þrjár milljónir vinnustunda verið unnar á athafnasvæði álversins í Straumsvík án þess að orðið hafi alvarlegt vinnutengt slys og er sá árangur með því allra besta sem þekkist í álverum í Evrópu.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar