05.06.2009

Styrkir til barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna í Hafnarfirði

Í gær fór fram í Straumsvík úthlutun á styrkjum til barna- og íþróttastarfs íþróttafélaga innan vébanda Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH). Styrkirnir eru veittir af Alcan á Íslandi hf. – ISAL og Hafnarfjarðarbæ, á grundvelli samnings þessara aðila við ÍBH sem upphaflega var gerður árið 2001 og síðast endurskoðaður árið 2007.

Styrkirnir nema nú alls 12 milljónum króna á ári og leggja Alcan á Íslandi hf. og Hafnarfjarðarbær til 6 milljónir króna hvor aðili. 60% fjárhæðarinnar er jafnan úthlutað að vori á grundvelli iðkendafjölda félaganna en 40% er úthlutað í desember á grundvelli menntunarstigs þjálfara félaganna og námskrár þeirra.

Í gær var því úthlutað 7,2 milljónum króna. Fjárhæðin skiptist á ellefu félög sem hér segir:

Knattspyrnufélagið Haukar                    1.998.997,-
Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH)             1.823.387,-
Fimleikafélagið Björk                            1.289.993,-
Sundfélag Hafnarfjarðar (SH)                    507.135,-
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH)          398.815,-
Golfklúbburinn Keilir                                274.083,-
Hestamannafélagið Sörli                          267.518,-
Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH)            257.670,-
Siglingaklúbburinn Þytur                          244.541,-
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar (HFH)            93.549,-
Íþróttafélagið Fjörður                                 44.313,-

Sjá einnig fréttatilkynningu á vef ÍBH, www.ibh.is.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við úthlutunina í Straumsvík í gær eru forsvarsmenn íþróttafélaganna, Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi hf., Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar