27.10.2009

Besti árangur heims

Staðfest hefur verið af Alþjóðasamtökum álframleiðenda (IAI) að ISAL náði bestum árangri allra álvera heims við að lágmarka losun flúorkolefna árið 2008.

 

Flúorkolefni eru sterkar gróðurhúsalofttegundir og stór hluti af heildarlosun margra álvera. Losun ISAL á liðnu ári, mæld í CO2-ígildum, nam aðeins 23 kg á hvert framleitt tonn af áli en meðalálver losar um 700 kg. Með því að skara fram úr á þessu sviði losar álverið í Straumsvík 130 þúsund tonnum minna af CO2-ígildum á ári en ef losun þess væri í meðallagi.

 

“Þessi árangur er mjög ánægjulegur og í góðu samræmi við þá stefnu okkar að vera í fremstu röð í allri okkar starfsemi, hafa stöðugar umbætur að leiðarljósi og starfa ávallt í sátt við umhverfi og samfélag,” segir Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi hf.

 

“Árangurinn kemur hins vegar ekki af sjálfu sér heldur er hann afleiðing af framúrskarandi þekkingu og þrotlausum metnaði starfsfólks okkar. Til að draga úr losun flúorkolefna þarf að lágmarka tíðni og tímalengd svokallaðra spennurisa í kerum og í því sambandi hefur hæfni og metnaður starfsfólksins skipt sköpum.”

 

Ljósmynd: Gunnsteinn Jónsson.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar