20.04.2010

Rio Tinto Alcan gerir fyrsta samninginn um framkvæmdir í Straumsvík

Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við Íslenska aðalverktaka hf. um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis. Straumhækkunarverkefnið í heild skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn, sem er hafinn, miðar einkum að því að efla rekstraröryggi álversins og undirbúa straumhækkun, sem stefnt er að á síðari stigum og er megintilgangur seinni hluta verkefnisins.

Fjárhæð samningsins við Íslenska aðalverktaka er 4,1 milljón Bandaríkjadala eða 526 milljónir króna. Allt að 70 starfsmenn fyrirtækisins munu starfa við þessar framkvæmdir, sem hefjast í þessum mánuði.

Um er að ræða byggingarframkvæmdir við aðveitustöð í austurenda álverslóðarinnar sem lúta að tengivirki, rofavirkjum og afriðladeildum, auk þess sem leggja þarf neðanjarðartengingar milli rofavirkis og afriðladeilda.

Í heild sinni felur fyrri hluti straumhækkunarverkefnisins í sér fjárfestingu fyrir liðlega 100 milljónir Bandaríkjadala og fellur um þriðjungur fjárhæðarinnar til á Íslandi.

Í samningnum við Íslenska aðalverktaka er einnig kveðið á um frekari verkefni sem eru háð því að ákveðið verði að ráðast í seinni hluta verkefnisins, sjálfa straumhækkunina, sem felur í sér heildarfjárfestingu fyrir yfir 200 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar við fyrri hlutann.

 „Við erum ánægð og stolt yfir því að standa að svo umfangsmiklum samningi, ekki síst á þessum erfiðu tímum í íslensku efnahagslífi. Verkefnið hefur umtalsverða þýðingu bæði fyrir Íslandi og álverið sjálft,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi hf.

Frá undirskrift samningsins í Straumsvík mánudaginn 19. apríl. Frá vinstri: Sigurður Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alcan á Íslandi, Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi, Karl Þráinsson aðstoðarforstjóri Íslenskra aðalverktaka og Kristján Arinbjarnar framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Íslenskra aðalverktaka.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar