23.08.2010

Áhrif brunans í Straumsvík

Bruninn í kjallara steypuskála ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík, að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst olli umtalsverðum skemmdum á rafköplum sem tengjast margvíslegum búnaði í steypuskálanum, meðal annars ofnum og steypuvélum. Af þeim sökum var um tíma ekki unnt að steypa neitt af því áli sem framleitt er í kerskálum álversins. Áður en sólarhringur var liðinn frá brunanum hafði tekist að gangsetja aðra af tveimur steypuvélum og einn af fjórum ofnum þannig að steypun gat hafist að nýju.

Vegna skertrar afkastagetu steypuskálans og skemmda á búnaði sem tengist málmhreinsun og íblöndun getur álverið að sinni ekki framleitt þær málmblöndur sem eru meginframleiðsluafurð þess. Tímabundið verður því framleiddur umbræðslumálmur í staðinn.

Miklu skiptir að ekki hefur þurft að draga úr framleiðslu í kerskálum svo neinu nemi og útlit er fyrir að steypuskálinn geti tekið á móti framleiðslunni þaðan þrátt fyrir skerta afkastagetu.

Ekki er hægt að segja til um það með vissu hvenær full og eðlileg framleiðsla getur hafist að nýju en það veltur ekki síst á því hve langan tíma tekur að útvega nýja rafmagnskapla. Til að gefa hugmynd um umfang viðgerða hafa 22 kílómetrar af skemmdum rafköplum verið fjarlægðir úr kjallara steypuskálans.

Ljóst er að tjón af völdum skemmda á búnaði og minni sölutekna mun nema hundruðum milljónum króna en það ræðst á endanum af því hve fljótt tekst að koma á fullri og eðlilegri starfsemi. Unnið er að viðgerðum af kappi með það að markmiði að geta mætt aftur þörfum viðskiptavina okkar sem allra fyrst.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins eru þökkuð skjót og örugg viðbrögð við brunanum. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki og viðbragðsáætlanir reyndust vel.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar