27.10.2010
5,5 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði Alcan
Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Alcan vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá maí 2010 til og með september 2010. Styrkveitingar að þessu sinni námu 5,5 milljónum króna. Sjóðnum bárust alls 80 umsóknir en styrkþegar voru 15.
Samfélagssjóður Alcan styrkir verkefni í eftirfarandi málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem Alcan á Íslandi hf. leggur áherslu á:
- Heilsa og hreyfing
- Öryggismál
- Umhverfismál
- Menntamál
- Menningarmál, þar með talin góðgerðarmál og samfélagsverkefni af ýmsu tagi
Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni:
Hrönn Egilsdóttir kr. 1.000.000
vegna rannsóknarverkefnis um áhrif efnabreytinga í sjó á ýmsar lífverur
Sólheimar kr. 500.000
vegna framkvæmda við Tómasarsmiðju; vinnustofu, verkstæði og slökkvistöð fyrir byggðahverfið að Sólheimum
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir kr. 500.000
vegna meistaranáms í hamfarastjórnun
Jafnréttishús kr. 500.000
vegna sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna
K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar kr. 500.000
vegna sölu á K-lyklinum; lykli að lífi
Leikhópurinn Opið út kr. 480.000
vegna leiksýningarinnar „Bláa Gullið“; börnum í 4. og 5. bekk í Hafnarfirði boðið á sýninguna
Hugborg Pálmína Erlendsdóttir kr. 400.000
vegna hönnunar og framleiðslu á spilinu Hugur og Fluga; Spil til þjálfunar hljóðkerfisvitundar
Félag Heyrnarlausra kr. 400.000
vegna framleiðslu á Tinnu Táknmálsálfi, sjónvarpsþáttum fyrir heyrnarlaus börn
Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki kr. 300.000
vegna reksturs unglinga- og sumarbúða
Nemendur við Háskóla Íslands og Orku- og Tæknskóla Keilis kr. 200.000
vegna hönnunar, smíði, þróunar, markaðsetningar og keppni á eins sæta rafmagnsbíl á Formula Student 2011
Tæknifræðingafélag Íslands kr. 200.000
vegna útgáfu bókarinnar „Tækni fleygir fram“, sögu tæknifræði á Íslandi
Skottur – samtök kvennasamtaka á Íslandi kr. 200.000
vegna Kvennafrídagsins 2010
Kvenréttindafélag Íslands kr. 150.000
vegna verkefna í hauststarfi félagsins
Margrét Sesselja Magnúsdóttir kr. 100.000
vegna Elligleði - söngskemmtunar fyrir aldraða með heilabilun
Jónas G. Halldórsson kr. 100.000
vegna rannsóknarverkefnisins "Afleiðingar höfuðáverka meðal barna og unglinga á Íslandi"
« til bakaDeila