26.11.2010
Allir á völlinn!
Á morgun, laugardaginn 27. nóvember, mætast Haukar og Grosswallstadt í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Fyrri leikurinn var æsispennandi en þar hafði Grosswallstadt nauman sigur, 26-24. Það er því ljóst að Haukar eiga góðan möguleika á að komast áfram í keppninni.
Til að fagna nýjum raforkusamningi og stórum fjárfestingum í Straumsvík mun Rio Tinto Alcan bjóða almenningi frítt á völlinn og eru allir hvattir til að mæta og hvetja Hauka áfram í æsispennandi leik.
Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir - vinsamlegast mætið tímanlega - það þarf engan miða, bara mæta á staðinn.
Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður leikinn að Ásvöllum laugardaginn 27. nóvember.
« til bakaDeila