30.11.2010
Sláum aðsóknarmetið!
FH og Rio Tinto Alcan bjóða til sannkallaðrar handboltahátíðar þriðjudaginn 30. nóvember. FH fær þá Hauka í heimsókn í N1 deild karla og hefst leikurinn kl. 19:45.
Í tilefni af nýjum raforkusamningi og stórum fjárfestingum í Straumsvík býður Rio Tinto Alcan almenningi á þennan stórleik, á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á fjölmörg skemmtiatriði frá kl. 18:30, en þá opnar húsið.
Markmiðið er tvíþætt:
- Slá aðsóknarmetið í Kaplakrika
- Gamla metið er 2800 manns
- Sett árið 1992 í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í leik FH og ÍBV
- Bjóða upp á einstaka upplifun í kringum stærsta íþróttaríg landsins
- Glæsileg skemmtidagskrá frá kl. 18:30 og fram að leik
- Hægt að kaupa fjölbreyttar veitingar á vægu verði
- Tónlist, ljósasýning og myndbönd setja sterkan svip á kvöldið
Dagskráin:
- Grillaðir hamborgarar
- Knattspyrnuþjálfararnir Heimir Guðjóns og Jörundur Áki muni etja kappi við frjálsíþróttakónginn Eggert Bogason og hans aðstoðarmenn á grillinu þar sem reynt verður að setja met í hamborgarasölu
- Stjórnandi keppninnar verður Hermann Fannar Valgarðsson, a.k.a. Hemmi feiti
- Stjörnukynnirinn Jóhann Skagfjörð fluttur inn frá Raufarhöfn í tilefni dagsins
- Glæsileg ljósasýning
- Margmiðlunarupplifun á handboltaleiknum í boði Opinna Kerfa
- Fjöldi skemmtikrafta kemur fram:
- Friðrik Dór
- Erpur Eyvindarson / Blaz Roca
- Hafnarfjarðarmafían
- „Þjóðsöngur“ Hafnfirðinga – Þú hýri Hafnarfjörður – fluttur fyrir leik
« til bakaDeila