15.12.2010
Aðalforstjóri Rio Tinto afhendir öryggisviðurkenningu í Straumsvík
Álverið í Straumsvík hlaut öryggisviðurkenningu aðalforstjóra Rio Tinto fyrr á árinu en viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í öryggismálum á undanliðnum tveimur árum. Tom Albanese, aðalforstjóri Rio Tinto, afhenti viðurkenninguna fyrr í dag við athöfn í Straumsvík, sem var vel sótt af starfsfólki ISAL.
Í ávarpi sínu fjallaði hann meðal annars um að þessi verðlaun væru þau mikilvægustu sem veitt væru innan samstæðunnar fyrir öryggismál. Rio Tinto er í hópi stærstu fyrirtækja í heimi og því er það mikill heiður fyrir starfsfólk álversins í Straumsvík að hljóta útnefningu innan svo stórrar samstæðu. Viðurkenningin er til marks um ríkan metnað allra sem starfa fyrir álverið til að ná framúrskarandi árangri, ekki aðeins varðandi öryggismál heldur alla þætti rekstrarins.
Tom Albanese afhendir Rannveigu Rist viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur ISAL í öryggismálum á undanliðnum tveimur árum
« til bakaDeila