29.03.2011

Gísli Örn Garðarsson hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Gísli Örn Garðarsson leikari hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2010. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti Gísla verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó fimmtudaginn 24. Mars síðastliðinn. Gísli hlaut verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna og áletraðan verðlaunagrip úr áli.

Dómnefnd verðlaunanna skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson.

Fá menningarverðlaun hér á landi eiga sér lengri sögu en Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Þau voru fyrst afhent árið 1981 og voru þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Brøste, sem kom sérstaklega til Íslands í síðustu viku til að vera viðstaddur afhendingu verðlaunanna. Þegar hann dró sig í hlé skoraði hann á íslensk fyrirtæki að halda verðlaununum við og hefur álverið í Straumsvík verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari þeirra.

Gísli Örn Garðarsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 2001 og stofnaði leikhúsið Vesturport það sama ár, ásamt fleirum. Gísli Örn hefur leikstýrt fjölda leiksýninga á vegum leikhússins. Má þar nefna Rómeó og Júlíu, Woyzeck, Hamskiptin, Söngleikinn Ást, Kommúnuna og Faust. Gísli Örn hefur enn fremur leikið fjölmörg stór hlutverk á sviði, bæði á Íslandi og erlendis, og samið og leikið í fjölmörgum kvikmyndum, sem margar hverjar hafa verið unnar á vegum Vesturports, svo sem myndirnar Börn, Foreldrar og Brim.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar