09.02.2012

Framúrskarandi fyrirtæki

Alcan á Íslandi er í öðru sæti á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2011, samkvæmt greiningu CreditInfo.

CreditInfo styðst við hlutlæga mælikvarða á borð við rekstrarafkomu, lánshæfismat, eiginfjárhlutfall, eignastöðu, skilvís skil á ársreikningum og fleira, og er litið til frammistöðu fyrirtækjanna yfir þriggja ára tímabil.

Listinn endurspeglar því ekki aðeins tímabundinn árangur heldur einnig stöðugleika í rekstri.

Innan við 1% íslenskra fyrirtækja uppfylla skilyrði CreditInfo til að flokkast sem "framúrskarandi fyrirtæki".

Alcan á Íslandi er sem fyrr segir í 2. sæti af þeim 245 fyrirtækjum sem uppfylla skilyrðin.

Í fjarveru Rannveigar Rist forstjóra tók Sigurður Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill forstjóra, við viðurkenningunni frá CreditInfo í dag.

Efstu tíu fyrirtækin á lista CreditInfo eru:

  1. Medis
  2. Alcan á Íslandi
  3. Alfesca
  4. Össur
  5. HB Grandi
  6. Actavis
  7. Bananar
  8. CCP
  9. Stálskip
  10. Vignir G. Jónsson

 

Sigurður Þór Ásgeirsson (fyrir miðju) ásamt fulltrúum annarra efstu fyrirtækja á listanum og Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra, sem afhenti verðlaunin.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar