15.03.2012
Mikill áhugi fyrir sumarstarfi í Straumsvík
Nýlega auglýstum við sumarstörf laus til umsókna og létu viðbrögðin svo sannarlega ekki á sér standa. Alls fengum við 1.321 umsókn og er það okkur mikið gleðiefni að finna fyrir svo miklum áhuga fyrir sumarstarfi hjá okkur.
Umsóknarfrestur er nú liðinn og því ekki lengur hægt að senda inn umsókn um sumarstarf.
Úrvinnsla umsókna er þegar hafin og eru umsækjendur beðnir um að fylgjast með tölvupósthólfum sínum þar sem boðað verður í viðtöl með tölvupósti. Stefnt er á að ráðningarferlinu verði lokið 27. apríl. Ef svar við umsókninni berst ekki fyrir þann tíma er ekki hægt að búast við ráðningu.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um sumarstörf 2012
« til bakaDeila