16.03.2012

Slæmt siðferði er rót vandans - verðum að taka okkur saman í andlitinu

Rannveig Rist var einn frummælenda á Iðnþingi sem haldið var í gær og fer útdráttur úr ræðu hennar hér á eftir. Glærur sem fylgdu ræðunni má skoða með því að smella á hlekk neðst.

Rannveig sagði að of mikið væri einblínt á efnahags- og fjármál á Íslandi, því rót vandans væri miklu fremur slæmt siðferði, eiginhagsmunasemi, óheiðarleiki og virðingarleysi. Sagði hún að Íslendingar þyrftu að taka sig saman í andlitinu hvað þetta varðar.

Þá sagði hún ekki búandi við það til lengdar hversu lítið traust helstu stofnanir samfélagsins hafa hjá almenningi.

Hún sagði frá 60 milljarða fjárfestingarverkefninu hjá álverinu í Straumsvík, sem fengið hefði fremur litla athygli, og sagði ástæðuna sennilega þá að ekki væri ágreiningur um verkefnið, en ágreiningi og deilum væri hampað of mikið í umræðunni.

Loks benti hún á að tillaga iðnaðar- og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta fæli í sér verndun á yfir helmingi virkjanakosta. Aftur á móti væri þar boðað grænt ljós á undirbúning umtalsverðrar orkuöflunar, eða sem nemur um 13 terawattstundum. Sú orka myndi duga fjórum Straumsvíkurálverum og að auki til 20-földunar ylræktar. Þarna væru því forsendur fyrir mjög mikilli verðmætasköpun.

Sagðist Rannveig vona að nýtingarflokkur yrði ekki minnkaður um fjórðung, eins og nefnt hefði verið í fréttum, enda stæði þá aðeins eftir að leyft væri að byggja eina nýja  vatnsaflsvirkjun á Íslandi, Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Taldi hún ótrúlegt að það yrði sú sáttatillaga sem áralöng vinna við rammaáætlun átti að skila.

Loks sagðist Rannveig sannfærð um að iðnfyrirtæki landsins yrðu í fararbroddi nýrrar sóknar á Íslandi.

Glærur sem fylgdu erindi Rannveigar má skoða með því að smella hér.


Ljósmynd: Samtök iðnaðarins.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar