15.08.2012
Síðari stöðvun á einni af þremur þurrhreinsistöðvum
Á morgun fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 14:00 verður ein af þremur þurrhreinsistöðvum álversins stöðvuð vegna nauðsynlegra breytinga á raforkukerfi stöðvanna.
Þetta er hliðstæð stöðvun við þá sem gerð var í gær, þriðjudag. Þess má geta að sú framkvæmd gekk vel og varði stöðvunin aðeins í 43 mínútur í stað 50 eins og ráðgert var.
Framkvæmdin tengist fyrirhugaðri 20% framleiðsluaukningu ISAL en einn liður í því verkefni er uppsetning nýrra þurrhreinsistöðva. Megintilgangur aðgerðarinnar á morgun er, líkt og í gær, að undirbúa tengingu nýrra afsogsblásara og auka rekstraröryggi stöðvanna með varatengingu inn á nýja spennistöð.
Gert er ráð fyrir að stöðvunin muni vara í um 50 mínútur. Viðbúið er að aukinn útblástur verði frá álverinu á meðan, enda gegna þurrhreinsistöðvarnar því hlutverki að hreinsa ryk og flúor úr útblæstri frá kerskálum.
Búið er að upplýsa Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Umhverfisstofnun um stöðvunina.
« til bakaDeila