22.01.2013

1.400 tonn af nýjum búnaði til Straumsvíkur

Í liðinni viku var landað í Hafnarfirði 1.400 tonnum af nýjum búnaði fyrir álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Um er að ræða síðustu sendingu á alls 3.000 tonnum af búnaði vegna uppfærslu á þurrhreinsistöðvum, sem hreinsa útblástur frá kerskálum álversins.

Stöðvarnar verða efldar vegna fyrirhugaðar 20% framleiðsluaukningar og felur uppfærslan í sér að hreinsivirkni mun aukast til muna. Uppsetning á þeim búnaði sem áður var kominn til landsins er þegar hafin en uppsetning á búnaðinum í heild stendur að líkindum eitthvað fram á næsta ár.

Búnaðurinn er keyptur frá Kína. Skipið var tæpa tvo mánuði á leið til Íslands og lagðist að bryggju í Hafnarfirði sunnudaginn 13. janúar. Löndun hófst á mánudagsmorgni og lauk á fimmtudagskvöld, á undan áætlun og án óhappa.

Efling þurrhreinsistöðvanna er sem fyrr segir liður í viðamiklum og margþættum fjárfestingarverkefnum Rio Tinto Alcan í Straumsvík sem staðið hafa yfir undanfarin misseri. Stór áfangi náðist síðastliðið sumar þegar hluta steypulínunnar í steypuskála var umbreytt, þannig að auk barra eru þar nú einnig framleiddir boltar, sem eru verðmætari vara.

Alls var á síðasta ári varið 135 milljónum dollara í framangreind fjárfestingarverkefni í Straumsvík eða um 17 milljörðum króna.


Nýja búnaðinum landað í Hafnarfjarðarhöfn í liðinni viku.


Uppsetning stendur yfir á hluta búnaðarins sem áður var kominn til landsins.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar