10.04.2013
Þremur milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði
Fyrstu úthlutun úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi árið 2013 er nú lokið. Að þessu sinni voru teknar fyrir styrkumsóknir sem bárust sjóðnum frá 1. október 2012 til og með 31. janúar 2013. Gildar umsóknir voru 42 talsins og fór svo að níu verkefni hlutu styrk. Heildarfjárhæð styrkja nam þremur milljónum króna.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan í fyrstu úthlutun ársins 2013:
- Hrafnista Kópavogi, vegna kaupa á standbekk fyrir sjúkraþjálfunardeild – 700.000 kr.
- Barnaspítalasjóður Hringsins, til kaupa á handavinnuefni – 500.000 kr.
- Hraunvallaskóli, vegna kaupa á leiksviði í samkomusal – 500.000 kr.
- Björgunarsveit Hafnarfjarðar, vegna kaupa á fjarskiptabúnaði fyrir kafara – 450.000 kr.
- Flugbjörgunarsveitin Hellu, vegna endurnýjunar á sjúkrabúnaði - 300.000 kr.
- VSÓ Ráðgjöf, vegna verkefnisins „umferð á hættu- og neyðartímum“ – 250.000 kr.
- Öldutúnsskóli, vegna kaupa á kennslubúnaði – 200.000 kr.
- Skólar ehf., vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir börn í heilsuleikskólanum Hamravellir – 100.000 kr.
- Karlakór eldri Þrasta í Hafnarfirði, til stuðnings kórnum – 50.000 kr.
« til bakaDeila