16.07.2013
Tæpum þremur milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði
Úthlutað hefur verið kr. 2.750.000,- úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi til eftirfarandi verkefna:
· Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs: kr. 1.000.000,-
Til landgræðslu í austanverðum Sveifluhálsi
· Björgunarsveit Hafnarfjarðar: kr. 500.000,-
Til kaupa á fjarskiptabúnaði
· Hjálparsveit skáta í Kópavogi: kr. 500.000,-
Til endurnýjunar á beltum á snjóbíl
· Slysavarnafélagið Landsbjörg: kr. 500.000,-
Framlag til landssöfnunar félagsins
· Bókasafn Hafnarfjarðar: kr. 250.000,-
Til lestrarátaks barna
Þetta er önnur úthlutun ársins en fyrr á árinu styrkti sjóðurinn níu verkefni um alls kr. 3.050.000,-.
Styrkir úr sjóðnum nema að jafnaði um 10-15 milljónum króna á ári. Auk þess hefur fyrirtækið formlegt samstarf við ýmsa aðila um stuðning við önnur samfélagsverkefni, m.a. barna- og unglingastarf íþróttafélaganna í Hafnarfirði og endurheimt votlendis.
« til bakaDeila