04.11.2014
2,7 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði
Úthlutað hefur verið 2,7 milljónum króna úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi. Þetta er síðari úthlutun ársins en jafnstórri fjárhæð var úthlutað í febrúar síðastliðnum. Fyrirtækið leggur sem fyrr áherslu á að styðja við málefni sem tengjast heilbrigði, öryggi, umhverfi, menntun og menningu.
Afstaða var tekin til 73 umsókna og hlutu eftirtaldir tíu aðilar styrk að þessu sinni:
Matarheill: kr. 500.000,-
- til eflingar á starfsemi félagsins
Hafnarfjarðarkirkja: kr. 500.000,-
- til útgáfu á ritinu "Helgistaðir við Hafnarfjörð"
Félag lesblindra á Íslandi: kr. 400.000,-
- til útgáfu fræðsluefnis og námskeiðahalds um lesblindu á vinnustöðum
Töfrahurð: kr. 400.000,-
- til útgáfu á barnabókinni "Gaman að drasli" þar sem leiðbeint er um endurvinnslu
Annað líf / Hjartaheill: kr. 200.000,-
- til kynningarátaks um líffæragjafir
Björgunarsveit Hafnarfjarðar: kr. 200.000,-
- til kaupa á fjórhjóli
Foreldrarfélag Áslandsskóla: kr. 150.000,-
- til fræðsluátaks um hreyfingu og mataræði
Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands: kr. 150.000,-
- til útgáfu á riti um sögu upplýsingatækni á Íslandi
Karlakórinn Þrestir: kr. 100.000,-
- til almennrar starfsemi kórsins
Foreldrafélag Hraunavallaskóla: kr. 82.500,-
- til merkinga á 150 endurskinsvestum með nafni og símanúmeri skólans
Á meðfylgjandi ljósmynd sést ný afurð – álstangir – sem álverið framleiðir nú alfarið í stað barrranna sem áður voru framleiddir. Myndina tók Birgir Ísleifur Gunnarsson. Starfsmaðurinn er Jóhanna Fríða Dalkvist, sérfræðingur í steypuskála.
« til bakaDeila