07.12.2015
Tilkynning til starfsmanna: Óveður í aðsigi og áhrif á vaktafyrirkomulag
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs sem gengur yfir landið í dag, mánudaginn 7. desember fram til þriðjudagsmorguns. Þá hefur Vegagerðin ákveðið að loka Reykjanesbrautinni austan Straumsvíkur frá kl. 18 í dag til kl. 5 að morgni þriðjudags 8. desember. Því verða hvorki rútuferðir né vaktaskipti á miðnætti eins og venja er.
Nú þegar hefur auka mannskapur verið boðaður til vinnu til að létta á álaginu á þeirri 16 tíma kvöld- og næturvakt sem blasir við.
Ef einhverjar breytingar verða á lokun Reykjanesbrautar eða vinnufyrirkomulagi munu vaktstjórar hafa samband við starfsfólk sitt.
« til bakaDeila