04.02.2005
Svona erum við!
Ný stefna Alcan á Íslandi hefur verið gefin út, en hún sameinar þær stefnur sem áður voru í gildi; gæðastefnuna, umhverfisstefnuna, starfsmannastefnuna og öryggis- og vinnuumhverfisstefnuna.
Nýju stefnuna getur þú skoðað með því að smella hér.
Allar hliðar rekstrarins eru stöðugt í endurskoðun og hefur starfsfólk með opnum huga tryggt að tilraunir til umbóta hafa skilað góðum árangri. Eitt af því sem tekið var til endurskoðunar á síðustu mánuðum ársins 2004 voru stefnur fyrirtækisins, enda voru þær of margar og flóknar. Nýja stefnan hefur yfirskriftina Svona erum við og í henni er á einfaldan hátt tekið saman það sem fyrirtækið stendur fyrir og okkar helstu gildi. Við hvetjum þig til að lesa hana.
« til bakaDeila