05.05.2017
Málmurinn sem á ótal líf
Ársársfundur Samáls fer fram 11. maí kl. 08:30 í Hörpu. Fundurinn er mikilvægur vettvangur til að vekja athygli á áliðnaði á Íslandi. Yfirskrift fundarins er Málmurinn sem á ótal líf.
Á fundinum verður fjallað um mikilvægi áliðnaðar fyrir efnahagslífið og umfang endurvinnslu áls í hnattrænu samhengi. Samhliða fundinum verður sýning á Jagúar, en ál spilar stóra rullu í framleiðslu á þeim bíl. Þá verður Minkurinn til sýnis en það er smáhjólhýsi sem er íslensk hönnun til stendur að framleiða úr áli. Á fundinum verður boðið upp á morgunverð og kaffiveitingar að fundi loknum.
Skráning og nánari dagskrá er á vefsíðu Samáls - http://www.samal.is/
« til bakaDeila