02.01.2018
Margrét Örnólfsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé.
Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.
Í dómnefnd verðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Margrét Örnólfsdóttir er fædd árið 1967. Hún lauk 8. stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1994 og starfaði lengi sjálfstætt sem tónlistarmaður, samdi tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir og gaf út barnaplötur. Síðustu árin hefur hún einkum getið sér gott orð sem handritshöfundur.
Í umsögn dómnenfdar kemur fram að Margrét sé gott dæmi um listamann 21. aldarinnar, sem fetar ótroðnar slóðir, vinnur á mörgum sviðum lista og tengir þannig greinarnar og reynslu sína þvert á hefðbundna skilgreiningu. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga sem naut mikilla vinsælda og hefur verið seld til fjölmargra sjónvarpsstöðva í Evrópu. Meðal annara þátta sem hún hefur unnið að eru Réttur, Pressa, Svartir englar og Ófærð.
Margrét hefur einnig skrifað fyrir leiksvið, leikgerð að Lísu í Undralandi sem sett var upp hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrravetur, einleikinn Kameljón og útvarpsverkið Skuggablóm sem flutt var á RÚV í fyrra. Margrét hefur skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkinn um Aþenu og hafa bækur hennar unnið til fjölda viðurkenninga. Þá hefur Margrét verið formaður Félags leikskálda og handritshöfunda frá árinu 2013 auk þess að sitja í stjórn Norrænu leikskáldasamtakanna og stjórn Bandalags íslenskra listamanna.
Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.
Í dómnefnd verðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Margrét Örnólfsdóttir er fædd árið 1967. Hún lauk 8. stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1994 og starfaði lengi sjálfstætt sem tónlistarmaður, samdi tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir og gaf út barnaplötur. Síðustu árin hefur hún einkum getið sér gott orð sem handritshöfundur.
Í umsögn dómnenfdar kemur fram að Margrét sé gott dæmi um listamann 21. aldarinnar, sem fetar ótroðnar slóðir, vinnur á mörgum sviðum lista og tengir þannig greinarnar og reynslu sína þvert á hefðbundna skilgreiningu. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga sem naut mikilla vinsælda og hefur verið seld til fjölmargra sjónvarpsstöðva í Evrópu. Meðal annara þátta sem hún hefur unnið að eru Réttur, Pressa, Svartir englar og Ófærð.
Margrét hefur einnig skrifað fyrir leiksvið, leikgerð að Lísu í Undralandi sem sett var upp hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrravetur, einleikinn Kameljón og útvarpsverkið Skuggablóm sem flutt var á RÚV í fyrra. Margrét hefur skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkinn um Aþenu og hafa bækur hennar unnið til fjölda viðurkenninga. Þá hefur Margrét verið formaður Félags leikskálda og handritshöfunda frá árinu 2013 auk þess að sitja í stjórn Norrænu leikskáldasamtakanna og stjórn Bandalags íslenskra listamanna.
« til bakaDeila