02.01.2017
Elín Hansdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017
Elín Hansdóttir myndlistarkona hefur hlotið Íslensku bjartsýnisverðlaunin, sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé.
Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun, sem afhent hafa verið árlega frá árinu 1981.
Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl þeirra allt frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.
Í dómnefnd verðlaunanna eru frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson.
Elín Hansdóttir er fædd árið 1980. Hún er með BA próf frá Listaháskóla Íslands og magister próf frá Berlín-Weissensee listaháskólanum.
Hún hefur haldið átta einkasýningar á Íslandi, í Berlín, Róm og víðar í Evrópu og tekið þátt í tólf samsýningum, meðal annars á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku, Spáni, Marokkó og Bandaríkjunum. Þá hefur hún hannað leikmyndir og búninga fyrir dansverk og leiksýningar.
« til bakaDeila