28.02.2018
Hydro gerir bindandi kauptilboð í ISAL
Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur gert bindandi kauptilboð í álverið ISAL í Straumsvík af Rio Tinto. Kauptilboðið inniheldur einnig eignarhluti Rio Tinto í hollenska skautaframleiðandanum Aluchemi og sænska fyrirtækinu Aluflour sem framleiðir álflúoríð. Tilboð Norsk Hydro kemur í kjölfar ákvörðunar Rio Tinto að endurskoða eignarhald sitt á ISAL.
Tilboð Norsk Hydro er upp á 345 milljónir dollara eða sem svarar 35 milljörðum íslenskra króna. Ef allt gengur að óskum og tilteknum formlegum skilyrðum er fullnægt er gert ráð fyrir að kaupin gangi endanlega í gegn um mitt ár 2018.
« til bakaDeila