03.05.2021

ISAL hlýtur ASI vottun fyrir sjálfbæra framleiðslu

ISAL hefur hefur hlotið ASI vottun (Alumininum Stewardship Initiative) og stenst þar með hæstu alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til sjálfbærrar framleiðslu áls. ASI eru alþjóðleg samtök um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu í áliðnaði.

Vottunin er til marks um áherslur Rio Tinto um að vera leiðandi í sjálfbærri framleiðslu áls allt frá námavinnslu til lokaafurðar.

ISAL hefur hlotið ASI vottun sem verður endurstaðfest þegar úttektarmenn geta komið á staðinn en útaf ferðatakmörkunum vegna Covid-19 fór úttektin fram rafrænt.

Rio Tinto var fyrsta fyrirtækið til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ASI vottaðar afurðir árið 2018. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í að koma á fót vottunum á sviði sjálfbærrar álframleiðslu og var meðal stofnenda ASI í samstafi við viðskiptavini og ýmsa hagsmunaaðila.

Alf Barrios, Chief Commercial Officer: “Með ASI vottun ISAL eykur Rio Tinto enn frekar við framboð sitt á afurðum sem vottaðar eru af óháðum aðilum. Vottunin fellur vel að áherslum okkar um að bjóða alltaf upp á afurðir yfir alla vörulínuna með hátt ESG skor sem tekur til umhverfis-, samfélags- og stjórnunarþátta. ASI vottunin eykur virði álbolta frá ISAL sem seldir eru til viðskiptavina í Evrópu þar sem eftirspurn eftir sjálfbærum vörum er að aukast, til dæmis í byggingar- og bílaiðnaði. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við ASI á sama tíma og við vinnum með viðskiptavinum okkar að auka framboð á sjálfbærum afurðum í samræmi við væntingar neytenda.”

Fiona Solomon, framkvæmdastjóri ASI: “Við óskum Rio Tinto innilega til hamingju með að hafa hlotið ASI vottun fyrir ISAL. Við fögnum því einnig að Rio Tinto stendur þétt að baki ASI og leiðandi hlutverki þeirra sem stofnaðili ASI. Rio Tinto hefur leikið mikilvægt hlutverk við að koma á framfæri ASI staðli í okkar iðnaði og inn í áframvinnslu s.s. í bílaiðnaði og byggingariðnaði.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi: “ASI vottun er mikilvægur áfangi fyrir ISAL og okkar viðskiptavini. Með henni er vottað af óháðum þriðja aðila að afurðir framleiddar í Straumsvík uppfylla hæstu kröfur á sviði umhverfis-, samfélags- og stjórnunarþátta.”

Nánari upplýsingar um ASI má finna á aluminum-stewardship.org


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar