02.01.2022
Fríða Ísberg hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2021
Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.Fríða lauk meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands árið 2017 og BA prófi í heimspeki árið 2014 við sama skóla. Fríða hefur unnið við ritlist lengi þrátt fyrir ungan aldur og hlotið ýmsar viðurkenningar. Verk hennar eru ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Silfurörin (2017), Hátíð (2018), Ég er fagnaðarsöngur (2018), Kláði (2018), Nú sker ég net mín (2019), Leðurjakkaveður (2019) og Merking (2021). Fyrir Kláða hlaut Fríða tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Fyrir verkið Olía, sem Fríða skrifar ásamt fleirum undir merkjum Svikaskálds, hlaut hún tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá hefur Fríða hlotið Bóksalaverðlaunin í flokki ljóða og þrisvar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Hún hefur skrifað útvarpsleikrit, ljóðabálk fyrir norska ljóðahátíð, verið leiðbeinandi, ritstjóri og gagnrýnandi svo fátt eitt sé nefnt.
Verk Fríðu hafa verið þýdd eða eru væntanleg í þýðingu, á fjórtán tungumálum. Fyrsta skáldsaga hennar, Merking, kom út nú í haust og hefur hlotið verðskuldaða athygli. Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru í senn
hugsuð sem viðurkenning og hvatning fyrir íslenska listamenn. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist.
Hægt er að horfa á athöfnina hér.
« til bakaDeila