12.02.2024
Öflugt starfsfólk óskast í sumar
Öflugt starfsfólk óskast til starfa hjá ISAL í sumar.Við bjóðum uppá sumarstörf í steypuskála og kerskála þar sem unnið er á þrískiptum 8 tíma vöktum (tvær næturvaktir, tvær kvöldvaktir og tvær dagvaktir). Unnið er í 5 daga og 5 daga frí.
Við bjóðum einnig uppá sumarstörf í skautvinnslu og efnisvinnslu og þar er unnið á tvískiptum 8 tíma vöktum ásamt einni 16 tíma vakt (tvær dagvaktir, ein löng vakt, tvær kvöldvaktir). Unnið er í 5 daga og 4 daga frí.
Störfin eru fjölbreytt, krefjast nákvæmni og mikillar öryggisvitundar. Sameiginlegt markmið er að framleiða hágæða ál í samhentum hópi þar sem öryggi er undirstaða allra verka.
Við hvetjum öll áhugasöm um að kynna sér störfin og sækja um.
Hæfniskröfur
-
18 ára og eldri
-
Bilpróf er skilyrði, lyftarapróf kostur
-
Sterk öryggisvitund
-
Frumkvæði, stundvísi, samviskusemi og hæfni í mannlegum samskiptum
-
Hreint sakavottorð
-
Heilsufarseftirlit hjá ISAL er forsenda allra sumarráðninga ásamt því að undirgangast áfengis- og vímuefnaskimun
Fríðindi í starfi
-
Áætlunarferðir til og frá vinnu starfsfólki að kostnaðarlausu
-
Frítt fæði í mötuneyti
Saman sköpum við fjölbreyttan, eftirsóknarverðan og umfram allt skemmtilegan vinnustað með hæft, áhugasamt og jákvætt starfsfólk. Við bjóðum upp á samkeppnishæf laun, fjölskylduvænt starfsumhverfi með áherslu á öryggi, jafnrétti og vellíðan starfsfólks sem er grunnurinn að framúrskarandi árangri.
Sótt erum störfin hér:
« til bakaDeila