04.10.2004
Íslenskt ál í 35 ár!
Þann 25. september sl. voru 35 ár liðin frá því fullur straumur var kominn á allan fyrsta áfanga álversins í Straumsvík og framleiðsla á íslensku áli hófst af fullum krafti. Allar götur síðan hafa Straumsvíkingar kallað 25. september "Straumdag."Í tilefni af 35 ára framleiðsluafmælinu gerðu starfsmenn Alcan í Straumsvík gert sér dagamun í vikunni þar á eftir og fengu til sín ýmsa góða gesti. Til að mynda söng Óperukór Hafnarfjarðar fyrir starfsmenn á mánudeginum og Hallgrímur Helgason, rithöfundur, heimsótti okkur á þriðjudegi til að lesa upp úr nýjum og gömlum verkum. Á miðvikudegi komu í heimsókn dansarar sem sýndu Suður-Ameríska dansa og á föstudegi tróðu Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson upp með glensi og gríni. Þá heimsótti tónlistarmaðurinn KK vakthópa í steypuskála og kerskálum á kvöldin og jafnvel nóttunni þar sem hann tók lagið við frábærar undirtektir.
Afmælisvikunni lauk svo með glæsilegri árshátíð laugardaginn 2. október.
« til bakaDeila