18.02.2004
Sjálfbæriverðlaun Alcan
Alcan Inc., móðurfélag Alcan á Íslandi, hefur stofnað til alþjóðlegra verðlauna sem hlotið hafa nafnið "Sjálfbæriverðlaun Alcan" (e. Alcan Prize for Sustainability). Verðlaunin verða afhent árlega og vinningsféð, ein milljón dollara, mun allt koma í hlut þess félags eða samtaka sem hljóta verðlaunin hverju sinni.
Með Sjálfbæriverðlaunum Alcan vill fyrirtækið ýta undir metnaðarfullt starfs félagasamtaka um allan heim sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en hafa umhverfislegt, félagslegt eða efnahagslegt sjálfbæri að markmiði.
Íslensk félagasamtök geta sótt um verðlaunin, líkt og félög annars staðar í heiminum, og þurfa umsóknir að hafa borist fyrir til höfuðstöðva verekefnisins í London fyrir 31. mars nk.
Ítarlegar upplýsingar má finna á vefsíðunni www.alcanprizeforsustainability.com.
« til bakaDeila