27.01.2003
Viðbótarsamningur undirritaður
Fulltrúar Landsvirkjunar og Alcan á Íslandi hafa undirritað samning um kaup og sölu á 261 GWh/ári af raforku, sem jafngildir 30 MW í afli.
Við stækkun álversins í Straumsvík árið 1997 varð framleiðslugeta þess 162.000 tonn á ári og orkusamningar, sem gerðir voru vegna stækkunarinnar, tóku mið af þeirri framleiðslugetu. Með auknum stöðugleika í kerrekstri, straumhækkunum í kerskálum og breyttum áherslum hefur framleiðslan farið langt fram úr upphaflegum áætlunum og á nýliðnu ári voru t.a.m. framleidd 173.528 tonn af áli í kerskálunum. Framleiðslumarkmið þessa árs er 176.250 tonn, sem er tæpum 9% hærra en að var stefnt með áðurnefndri stækkun verksmiðjunnar. Vegna þessarar framleiðsluaukningar þarf álverið meiri raforku en samningar höfðu kveðið á um.
Landsvirkjun hefur getað útvegað nægt viðbótarrafmagn, sem hefur þó fyrst nú verið fest í samning. Til fróðleiks má geta þess að 30 MW og 261 GWh/ári jafngilda nokkurn veginn árlegri raforkunotkun á Suðurnesjum.
« til bakaDeila