27.01.2003

Viðbótarsamningur undirritaður

Fulltrúar Landsvirkjunar og Alcan á Íslandi hafa undirritað samning um kaup og sölu á 261 GWh/ári af raforku, sem jafngildir 30 MW í afli.

Við stækkun álversins í Straumsvík árið 1997 varð framleiðslugeta þess 162.000 tonn á ári og orkusamningar, sem gerðir voru vegna stækkunarinnar, tóku mið af þeirri framleiðslugetu. Með auknum stöðugleika í kerrekstri, straumhækkunum í kerskálum og breyttum áherslum hefur framleiðslan farið langt fram úr upphaflegum áætlunum og á nýliðnu ári voru t.a.m. framleidd 173.528 tonn af áli í kerskálunum. Framleiðslumarkmið þessa árs er 176.250 tonn, sem er tæpum 9% hærra en að var stefnt með áðurnefndri stækkun verksmiðjunnar. Vegna þessarar framleiðsluaukningar þarf álverið meiri raforku en samningar höfðu kveðið á um.

Landsvirkjun hefur getað útvegað nægt viðbótarrafmagn, sem hefur þó fyrst nú verið fest í samning. Til fróðleiks má geta þess að 30 MW og 261 GWh/ári jafngilda nokkurn veginn árlegri raforkunotkun á Suðurnesjum.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar