07.01.2003
Jóla- og íþróttastyrkir afhentir
Sú hefð hefur skapast hjá Alcan á Íslandi, að veita fyrir hver jól styrk til góðs málefnis. Að þessu sinni var ákveðið að styrkja Barnaspítala Hringsins til tækjakaupa, en nýr barnaspítali verður vígður að síðar í janúar. Rannveig Rist, forstjóri, afhenti styrkinn en Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, veitti honum viðtöku.Með byggingu nýja barnaspítalans við Hringbraut verður gjörbreyting á þeirri aðstöðu, sem hingað til hefur þurft að duga við meðhöndlun sjúkra barna. Alcan á Íslandi er stolt af því að geta tekið þátt í uppbyggingu spítalans og vonar að veik börn og foreldrar þeirra njóti góðs af á komandi árum.
Reyndar hafa fleiri styrkir verið afhentir nýlega, því 30. desember sl. var úthlutað styrkjum til íþróttafélaganna í Hafnarfirði, í samræmi við samning milli Alcan á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar um stuðning við barna- og unglingastarf félaganna. Alls var 3,2 milljónum króna úthlutað í síðustu viku, en áður hafði 4,8 milljónum verið úthlutað á árinu 2002 í samræmi við samninginn.
« til bakaDeila