28.11.2002
Aðalforstjóri Alcan í heimsókn
Aðalforstjóri Alcan, Travis Engen, dvaldist á Íslandi 26. og 27. nóvember til að kynna sér betur starfsemi ISAL og hitta fulltrúa Íslenskra stjórnvalda. Meðal annarra var Cynthia Carroll, forstjóri hráálsdeildar Alcan, í för með Travis.
Fyrri dag heimsóknarinnar skoðaði Travis verksmiðjusvæðið í Straumsvík og hitti þar starfsfólk og stjórnendur. Þann síðari hitti hann nokkra ráðamenn til að kynna þeim Alcan og framtíðarsýn fyrirtækisins á Íslandi.
Ljóst er að stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi hér á landi og raunar hefur Skipulagsstofnun þegar fallist á stækkun um allt að 260.000 tonn á ári. Engar ákvarðanir hafa hins vegar verið teknar, enda þarf Alcan að skoða þá möguleika sem kunna að vera í boði annars staðar.
« til bakaDeila