19.08.2002
Opinn skógur
Laugardaginn 17. ágúst var hleypt af stokkunum samstarfsverkefni Alcan á Íslandi, Skógræktarfélags Íslands og OLÍS. Verkefnið nefnist "Opinn skógur" og snýst um að auka aðgengi almennings að skógum og útvistarsvæðum á nokkrum stöðum á landinu.
Af þessu tilefni var sérstök dagskrá í Daníelslundi í Borgarfirði á laugardaginn. Þar hefur í sumar verið unnið að grisjun og stígagerð auk þess sem aðstaða fyrir gesti hefur verið bætt stórlega. Um 200 manns mættu á staðinn og létu fara vel um sig í mjög góðu veðri.
Alcan á Íslandi og OLÍS verða stuðningsaðilar Opins skógar næstu þrjú ár. Á þeim tíma á að bæta aðgengi almennings að Sólbrekkum á Suðurnesjum, Tunguskógi á Ísafirði, Hrútey á Blönduósi, skógarsvæði á Reyðarfirði og Snæfoksstöðum í Árnessýslu. Skógræktarfélag Íslands er umsjónaraðili verkefnisins.
« til bakaDeila