31.07.2002

Fallist á stækkun

Skipulagsstofnun hefur nú farið yfir öll gögn vegna hugmynda um stækkun álversins í Straumsvík og hefur fallist á fyrirhugaða stækkun með eftirfarandi skilyrðum:

1. ISAL skal standa að reglubundnum mælingum á styrk brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti í þeim hluta íbúðarbyggðar í Hafnarfirði sem næstur er álverinu. Leiði vöktun í ljós að styrkur brennisteinstvíoxíðs sé yfir umhverfis- eða viðvörunarmörkun brennisteinstvíoxíðs, skal ISAL grípa til viðeigandi ráðstafana. Mælingar og ákvörðun um mótvægisaðgerðir skulu vera í samráði við og undir eftirliti Hollustuverndar ríkisins.

2. ISAL skal standa að reglubundnum mælingum á styrk flúors á þeim stöðum þar sem helst má vænta að viðmiðunarmörkum verði náð utan þynningarsvæðis. Séð verði til þess að útblástursmörk flúors verði nægjanlega lág til að unnt verði að tryggja að ársmeðaltal flúors í lofti fari ekki yfir 0,3 μg/m3 utan núverandi þynningarsvæðis á landi. Mælingar og ákvörðun um mótvægisaðgerðir skulu vera í samráði við og undir eftirliti Hollustuverndar ríkisins.

3. Áður en kemur til leyfisveitinga til rekstrarins fyrir tímabilið 2008-2012 hafi ISAL samráð við iðnaðarráðuneytið um mótvægisaðgerðir vegna losunar flúorkolefnissambanda 2008-2012 umfram þau mörk sem ríkisstjórn Íslands hefur markað stefnu um varðandi losun flúorkolefnissambanda frá álverum vegna skuldbindinga samkvæmt Kyoto-bókuninni. 4. Áður en ákvörðun verður tekin um framtíðarfyrirkomulag förgunar kerbrota, sbr. kröfur í tilskipun Evrópusambandsins nr. 99/31/EC, afli ISAL upplýsinga um styrk sýaníðs frá flæðigryfjum í samráði við og undir eftirliti Hollustuverndar ríkisins.

Úrskurð Skipulagsstofnunar má nálgast í heild með því að smella hér.



« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar