28.06.2002

Vegna hugsanlegrar stækkunar

Vegna ábendinga sem borist hafa vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík viljum við taka fram, að álverið verður áfram rekið í fullu samræmi við gildandi lög og reglugerðir hvað varðar mengunarvarnir og mun framvegis líkt og hingað til leggja áherslu á að gera enn betur en krafist er af fyrirtækinu í umhverfismálum

Öll kerbrot frá ISAL eru urðuð í flæðigryfjum skv. ákvæðum í starfsleyfi, sem gefið er út af Hollustuvernd ríkisins. Í umsögn sinni um hugsanlega stækkun ISAL segir Hollustuvernd ríkisins, að förgun kerbrota í flæðigryfjur sé viðurkennd aðferð, sbr. BAT skýrslur Evrópusambandsins (Best Available Technology). Enn sem komið er hafa ekki fundist nein merki neikvæðra umhverfisáhrifa vegna þessarar tilhögunar. Þá skal tekið fram að styrkur svifryks í andrúmslofti er langt innan viðmiðunarmarka við álverið og kringum það. Samkvæmt loftdreifingarspá mun það ekki breytast við hugsanlega stækkun. Hollustuvernd ríkisins telur í umsögn sinni við framkomna matsskýrslu að svifryk frá starfseminni skapi ekki vandamál utan þynningarsvæðis.

Gefið hefur verið í skyn, að ástæða sé til að óttast krabbameinsvaldandi efni sem gætu borist frá álverinu í Straumsvík. Ekki er fótur fyrir slíkum hugleiðingum líkt og þeir vita sem þekkja til reksturs álversins í Straumsvík og annarra nútímalegra álvera. Í þessu samhengi hefur verið vísað til svokallaðra PAH-efna, sem í miklu magni og við tilteknar aðstæður geta valdið heilsutjóni. PAH-efni eru hópur efnasambanda og geta sum valdið krabbameini við tilteknar aðstæður. PAH-efni myndast við allan ófullkominn bruna, t.d. í sígarettum, bílvélum og útigrillum. Samkvæmt loftdreifingarspá er ljóst að styrkur PAH-efna verður mjög lágur innan skilgreinds iðnaðarsvæðis næst álverinu og mun lægri í næstliggjandi íbúabyggð. Samkvæmt BAT skýrslum Evrópusambandsins eru PAH-efni ekki talin vandamál við nútímalega álframleiðslu líkt og þá sem fram fer í Straumsvík.

Vegna annarra ábendinga sem borist hafa vegna hugsanlegrar stækkunar ISAL, viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

  • Þynningarsvæðið í kringum verksmiðjuna var skilgreint árið 1966, en utan þess svæðis þarf mengun að vera innan skilgreindra marka. Vegna mikilla framfara í hreinsitækni hefur mengun frá verksmiðjunni dregist mjög saman og fyrirhuguð stækkun álversins mun því ekki leiða til stækkunar á þynningarsvæðinu.
  • Frá álverinu að íbúabyggð í Hafnarfirði eru um 1,8 km. Svæðið sunnan og vestan golfvallar Keilis er skipulagt sem iðnaðarsvæði en ekki sem íbúðarsvæði og möguleg stækkun verksmiðjunnar mun ekki breyta í nokkru hugmyndum um landnotkun í nágrenni hennar.
  • Við mat á umhverfisáhrifum vegna hugsanlegrar stækkunar ISAL voru í öllum tilvikum notuð bestu fáanlegu gögn. Verkfræðistofan Hönnum, sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu, annaðist matið og hefur haft samráð við fjölmarga opinbera aðila í matsferlinu; Veðurstofu Íslands, Hollustuvernd ríkisins, Þjóðminjavörð og fleiri.
  • Við stækkun álversins mun losun flúors á hvert unnið áltonn minnka frá því sem nú er þótt heildarlosun verði meiri eftir stækkun en fyrir. Dreifing þessarar losunar verður þó innan áðurnefnds þynningarsvæðis og að mestu yfir sjó og svæði suður af álverinu.
  • Þegar vindur stendur af álverinu yfir byggð er um suðvestlæga vindátt að ræða. Vindur blæs úr þeirri átt í um 12% tilvika yfir árið. Suðvestanáttin sem stendur á næstu byggð er oft á tíðum hvöss og því á sér stað mikil þynning mengunar. Til að vindur úr þessari átt dreifi mengun yfir svæðið þarf vindhraði að vera um 1 metri á sekúndu sem er sjaldgæft.
  • Í niðurstöðum loftdreifingarspár er gert ráð fyrir að utan þynningarsvæðis verði styrkur flúors alls staðar undir þeim mörkum sem Hollustuvernd ríkisins leggur til vegna gróðurs. Utan þynningarsvæðis hefur styrkur flúors á síðustu árum verið vel innan við þessi mörk.
  • Mörk flúors fyrir heilsu viðkvæmra einstaklinga er rúmlega 30 falt hærri en áðurnefnd gróðurverndarmörk. Þeim mörkum er ekki náð nema við útblásturstað álversins skv. loftdreifingarspá. Það er því augljóst að mengun mun ekki leggjast yfir Hafnarfjörð, til þess er styrkur flúors of lágur auk þess sem ríkjandi vindátt stendur á haf út en ekki yfir byggðina.
  • Lykt er ekki talin vera vandamál vegna álvinnslu og ekki hefur verið kvartað undan slíku. Benda má á að á svæðinu sunnan álversins er til að mynda malbikunarstöð og annar iðnaður ásamt um 7.000-8.000 bíla umferð um Reykjanesbraut dag hvern og ekki ólíklegt að lykt geti stafað frá slíku. Útilokað er því að setja fram fullyrðingar um lykt frá verksmiðjunni.
  • Þróun byggðar næst okkur gefur ekki tilefni til að óttast um hag þeirra sem þar búa. Hverfin hafa byggst hratt upp. Sterkar vísbendingar eru um að hverfin séu vinsæl og góð.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar