25.01.2002
Sumarstörf hjá ISAL
ISAL vill ráða um 130 manns í sumarvinnu og leitar því að duglegu starfsfólki til ýmissa starfa. Um er að ræða störf á tímabilinu 15. maí til 15. september, eða eftir nánara samkomulagi. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára eða þurfa að ná þeim aldri á þessu ári.Við leggjum áherslu á hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi og árvekni. Tölvu- og tækniþekking eru kostir en ekki skilyrði.
Flest störfin eru unnin á þrískiptum vöktum, þar sem unnar eru sex átta tíma vaktir á fimm dögum með fimm daga fríi á milli, en einnig leitum við að sumarliðum til að vinna eftir öðru vinnufyrirkomulagi. Störfin sem um ræðir eru m.a. í kerskálum, steypuskála, mötuneyti og ræstingum. Allir nýir starfsmenn fá þjálfun í upphafi starfstíma.
Umsóknareyðublöð fást hér og á aðalskrifstofu ISAL í Straumsvík. Umsóknir skal senda til ISAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfirði, fyrir 8. febrúar.
« til bakaDeila