07.06.2006

Viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði

Þessa dagana eru skólaslit í grunnskólum landsins með tilheyrandi útskriftum nemenda í 10. bekk. Í grunnskólunum í Hafnarfirði verða nú í fyrsta skipti veittar sérstakar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í stærðfræði og er það Alcan sem gefur verðlaunin. Meðfylgjandi mynd var tekin í Áslandsskóla í morgun, þegar Friðrik Björnsson og Svavar Þrastarson tóku við verðlaunum sínum úr hendi Leifs Garðarssonar, skólastjóra.

Góð raunvísindaþekking er mikilvæg hverju samfélagi og er undirstaða trausts atvinnulífs. Áhugi ungs fólks á raunvísindum, þar með talinni stærðfræði, er þannig mjög þýðingarmikill. Við viljum leggja okkar að mörkum á þessu sviði, enda er Alcan á Íslandi hf. eitt þeirra fyrirtækja sem reiða sig mjög á raunvísindi og þekkingu.

Það er von okkar, að viðurkenningarnar verði hvatning fyrir þá sem þær hljóta enda er góð stærðfræðiþekking gott veganesti inn í framtíðina.


« til baka