18.07.2006

Laus störf vegna endurgangsetningar kera í skála 3.

Vegna endurgangsetningar kera í skála 3 vantar okkur starfsmenn á 3 skiptar vaktir í rafgreiningu.
Við endurgangsetningu kera þarf góðan tíma fyrir undirbúning og einnig mikla umönnun fyrstu sólarhringana á eftir. Því hefur verið ákveðið að setja á laggirnar auka vinnuhóp á hverri vakt í rafgreiningu sem mun alfarið vinna við endurgangsetningu kera í skála 3.

Um er að ræða framtíðar og tímabundin störf.

Ef þú hefur áhuga á að slást í fjölbreyttan og skemmtilegan hóp starfsmanna, þá er um að gera að fylla út almenna starfsumsókn sem hægt er að nálgast með því að smella hér.


« til baka