15.09.2006

Þúsundir vildu á stórtónleika Björgvins!

Gríðarlegur áhugi var meðal Hafnfirðinga á miðum á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem haldnir verða í boði Alcan í Laugardalshöll þann 23. september kl. 17. 

Þúsundir bæjarbúa höfðu skráðu sig til leiks þegar dregið var úr innsendum skráningum. Alls var um 1500 miðum dreift til Hafnfirðinga með þessum hætti, en auk þeirra var starfsmönnum okkar boðið ásamt mökum á tónleikana, fyrrverandi starfsmönnum sem sestir eru í helgan stein og velunnurum félagsins. 

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessum frábæru tónleikum og óskum Björgvini sjálfum til hamingju með afrekið.  


« til baka