08.12.2006

Handboltaleikur ársins í Hafnarfirði - Frítt inn á meðan húsrúm leyfir!

Mikil eftirvænting ríkir í Hafnarfirði vegna stórleiks í handbolta milli FH-inga og Hauka, sem fram fer í Kaplakrika miðvikudaginn 13. desember.   Félögin tvö hafa tekið höndum saman með Alcan og bjóða Hafnfirðingum, og öllu öðru handboltaáhugafólki,  á leikinn meðan húsrúm leyfir.  Leikurinn er liður í 8-liða úrslitum í SS-bikarkeppni karla í handknattleik og því má búast við hörkuleik.

Staða félaganna er ólík um þessar mundir er ólík þar sem Haukarnir spila í efstu deild en FH-ingar í 1. deild.  Slíkt hefur þó oftar en ekki skipt litlu máli í viðureignum þessara liða, sem í gegnum tíðina hafa bæði lagt mikið kapp á sigra í þessum innbyrðisviðureignum Hafnarfjarðarliðanna.  

Við þökkum FH og Haukum fyrir samstarfið ... og megi betra liðið vinna!


« til baka