22.12.2006

Gleðileg jól og takk fyrir samstarfið!

Undirbúningur jólanna tekur á sig ýmsar myndir og víða eru miklar annir. Meðal þeirra sem hafa mikið að gera á þessum árstíma er fólk sem starfar við auglýsingagerð því auk hefðbundinna auglýsinga fyrir jól velja mörg fyrirtæki að óska landsmönnum gæfu og gleði yfir hátíðarnar með nýjum jóla- og áramótaauglýsingum.

Um liðna helgi fóru fram hjá Alcan í Straumsvík tökur í eina slíka auglýsingu og óhætt er að fullyrða að skemmtileg stemning hafi skapast við auglýsingagerðina, þar sem hinn stórgóði Óperukór Hafnarfjarðar lék stórt hlutverk. Við þökkum kórfélögum fyrir frábært samstarf og óskum þeim, eins og landsmönnum, öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Smelltu hér til að skoða myndir frá upptökunum, þar sem kórfélagar léku við hvern sinn fingur þrátt fyrir mikinn kulda.

 


« til baka